25.02.2009 14:01:08 / Halla Ósk

Nýtt bloggsvæði...

Jæja ég ákvað að breyta til og færa mig um set...

Endilega kíkið í heimsókn á nýja staðinn http://hallaoh.blogspot.com/ :)


» 48 hafa sagt sína skoðun

09.02.2009 17:17:05 / Halla Ósk

Önnin að verða hálfnuð!!

Jæja.. rosalega líður tíminn hratt!!

Það er brjálað að gera í skólanum eins og vanalega.. var að koma úr prófi um daginn í EFN203 (sú sem ég þarf að ná til að komast inn í hjúkrun) og það gekk reyndar ekkert of vel... en bara fyrsta próf af 4 sem eru samtals 45% vægi í lokaprófslausum áfanga :) Svo þetta getur alveg batnað :)

Svo er ég búin að læra alla beinagrindina á latínu!! Og næst á dagskrá er að læra alla vöðvanna á latínu!! Það verður aldeilis fjör að tala við mig um bein og vöðva ;) Tala bara á latinu - maður verður mjög gáfulegur!! :P

Seinustu helgar hafa verið voða fínar :) Þar seinustu helgi (31.jan - 1.feb) fórum við í Kjósina í bústað sem að afi og amma Steindórs eiga :) Buðum svo vinahópnum þangað á laugardagskvöldið og höfðum voða gaman:) En fyrra kvöldið vorum við bara tvö.. ekkert heitt vatn .. ekkert kalt vatn (fyrr en á laugardaginn þegar við nenntum að grafa upp brunninn) og við náðum engan vegin að koma eldi í gang í kamínunni.. þannig að við reiddum okkur á rafmagnið.. sem tók sinn tíma að hitna! hehehe.. en mikið var kósý að fara undir sæng þetta kvöld.. því maður sefur aldrei betur en undir dúsæng í köldum bústað :) Er nú vön því frá gamla bústaðnum mínum sem hafði hvorki rafmagn né heitt vatn ;) En rosalega gaman þessa helgi og góður félagsskapur :)

Seinustu helgi hélt pabbi og Guðrún systir hans þorrablót hérna á Selfossi - í Gesthúsum - sem var rosalega skemmtilegt:) Steindór og fjölskyldan hans komu og það var borðaður þorramatur auk þess að syngja úr sér allt vit ;) Svo keyrði ég með þeim heim í Skerjafjörðinn eftir það og kom svo heim á Selfoss í gær :) Sunnudeginum var eytt upp í rúmi að horfa á grey's og dotta inn á milli - á meðan Steindór var að læra á hlöðunni :) Svo skelltum við okkur á Rizzo pizza.. sund í Kópavogslauginni (rosa flott og ný sundlaug með GEGGJAÐRI blárri rennibraut :D) og fór svo á rútuna kl. 21 :)

En annars hef ég það afskaplega gott :) Hef það voðalega ljúft og gott.. fer í Reykjavíkina næstu helgi og á Sannleikann með Pétri Jóhanni í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldið með Steindóri :) ..alltaf fjör!! ;) Og svo er ég mögulega að fara á Akureyri með familiunni kringum páskana ;)

En jæja.. nóg af blaðri! Knús, Halla Ósk!


Hitti Stefaníu blómarós áí seinustu viku :*


» 41 hafa sagt sína skoðun

27.01.2009 19:39:08 / Halla Ósk

prjóónaholic!!!!

Jæja allt gengur sinn vanagang hjá mér... skólinn byrjaður með skelli og nóg að gera í honum. Efnafræði 203 er ansi strembin og mikið sem farið er yfir á stuttum tíma þannig að nauðsynlegt er að halda vel á spöðunum þar. EFN313 sem er lífræn efnafræði er aftur á móti mjög spennandi og áhugaverð - frekar einföld og já skemmtileg :) Svo er líffæra og lífeðlisfræðin (LOL103) þar sem maður þarf að leggja á minnið latnesku heitin.. en mjög góður grunnur fyrir hjúkrunarfræðina ! :)

Annars hef ég voðalega lítinn tíma fyrir lærdóm núna - er bara á fullu að prjóna!! Það tekur allan minn tíma og er algjör hugsanaþjófur þessa dagana.. er á fullu að framleiða skálar sem ég ætla mér að selja og svo liggur núna leppur á ofninum hérna við hlið mér að þorna eftir að ég prjónaði það í öllum regnboganslitum og skellti því svo í þæfingu í þvottavélinni og ætla mér svo að hanna það þannig að þetta verði veski undir prjóna ;) Mjööög spennandi!! Og þaðan fékk ég nýjar hugmyndir sem ég hlakka til að framleiða næst og gera að veruleika ;)

Lífið er samt voðalega gott.. fór að synda tvisvar í seinustu viku, 500m í hvort skiptið, og vona að nýja árið verði heilsusamlegra og hreyfingarmeira hjá mér ;)

En jæja ég ætla að fara að skoða prjónaskapinn... eða kannski læra :$ hehe.. :D

Knús og endilega kommentið svo ég viti af ykkur :$ :**


» 33 hafa sagt sína skoðun

16.01.2009 00:10:00 / Halla Ósk

Nýtt ár - ný tækifæri - nýtt líf :)

Roosalega fer þetta nýja ár vel í mig!!

- Er komin í tvo efnafræði áfanga í FSu - lífræna efnafræði (EFN313) og almenna efnafræði 2 (EFN203) auk þess sem ég tek líffæra- og lífeðlisfræði (LOL103) líka :) Allt rosalega spennandi.. er með enskar bækur í báðum efnafræðikúrsunum og reyni að vera þrusu dugleg að lesa þær og glósa til að auðvelda mér háskólanámið kannski örlítið :P -

- Er núna stödd í Reykjavíkinni og verð hér yfir helgina :) Steindór minn á afmæli á morgun (eða já í dag eiginlega!!) svo það verður rosa gaman :) Förum út að borða með Söndru og Fúsa og svo með þeim í bíó á frumsýningu á Viltu vinna milljarð kl. 8 í lúxussal! ;) Og eftir það er svo heimboð heima hjá Ester sem við förum í ásamt Söndru og Fúsa og fleiri félögum Steindórs úr MR :) -

- Annars er plan helgarinnar að læra og læra og læra og læra ... !!! :D -

- Lítið annars að frétta :) Jens tengdapabbi varð fimmtugur seinustu helgi og svaka húllumhæ hérna með garðtjaldi, diskóteki og látum ;) Rosa fjör!-

- Strætókerfið komið á milli Self - RVK - sem er reyndar mjög leiðinlegt kerfi vegna þess að það fer ekki á BSÍ heldur í Mjódd (Breiðholti) sem er ekki beint í nágrenni við Vesturbæinn!! Svo ég þarf að taka strætó í hálftíma til að komast á leiðarenda - soldið lengri ferð en áður hefur verið með rútunni og ekkert betra finnst mér - dýrara en rútan og óhagstæðara að öllu leyti  nema maður noti þetta daglega, kvöld OG morgna! En svona er þetta bara ....-

- En jæja ég ætla að fara að kúra mig undir sæng og hafa það notalegt :)-

Hafið það nú gott og njótið skammdegisins með kertum og kósýheitum ;) 

KNÚS!» 46 hafa sagt sína skoðun

30.12.2008 01:46:16 / Halla Ósk

GLEÐILEGA HÁTÍÐ

GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN OG FARSÆLT KOMANDI ÁR :)

Jólafríið er búið að vera yndislegt - mikil afslöppun en heilmikil vinna þar sem við systurnar sáum um heimilið með honum pabba fyrir jólin en rosa gott að fá mömmu heim 22.des :)

Þakka kærlega fyrir öll kortin og gjafirnar - yndislegt :)

Annars er ég bara stödd í RVK og verð hér yfir áramótin með kallinum mínum ;)

En jæja vildi bara segja hæ :) Hafið það gott elskurnar ;) :*


» 31 hafa sagt sína skoðun

15.12.2008 20:53:17 / Halla Ósk

Baara hamingja!

Gleðidagur í dag!!

Fékk út úr prófunum og náði báðum áföngunum - fékk 6 í EFNafræði og 5 í LÍFeðlisfræði :D Svo ég er mjööög hamingjusöm!! Þá er framundan eftir áramót að fara í EFN203 og EFN313 sem er lífræn efnafræði (gott í undirbúningin;)) og svo kannski í LOL103 sem er líffærafræði :)

Annars er bara allt fínt.. er bara heima að undirbúa jólin - skrifa jólakort.. klára jólagjafir og hafa það notalegt yfir jólamyndum og með jólatónlistina beint í æð ;)

En já uppgefin eftir rosalega fríkaðan og hamingjusaman dag! Valhoppandi, kollhnísandi og englahoppandi um allt :D Frekar óþolandi félagsskapur fyrir aumingja Emblu sys :P

En hafið það sem allra best og knúsið hvort annað í jólafríinu :*


» 44 hafa sagt sína skoðun

07.12.2008 12:48:51 / Halla Ósk

desember

Góðan dag

Jæja jólamánuðurinn gengin í garð.. prófin búin hjá mér og svona.. er reyndar mjög óviss með að hafa náð í efnafræðina sem er mjög slæmt því að þá seinkar allt um heilt ár ! :S En kannski náði ég að slefa yfir 45... vonum það amk :)

En núna er bara jólaundirbúningur framundan.. þrífa, skreyta, baka og hafa gaman :p Það verður rosa fjör hjá okkur ;)

En jæja.. ætli ég hafi það ekki bara extra stutt og laggott í dag.. les þetta hvort eð er enginn..

knús, H


» 35 hafa sagt sína skoðun

29.11.2008 01:43:09 / Halla Ósk

Menningarlega!

Jæja ég skal segja ykkur það!!

Menningarleg vika liðin! En fyrir viku síðan (föstudaginn 21.nóv) fórum við skutuhjúin í leikhús - borgarleikhúsið réttara sagt - á Fólkið í blokkinni! Alveg dásamleg sýning með sérstaklega yndislegum leikara sem lék Óla (lítinn þroskaheftan strák) og vá hvað hann gerði það vel!! En ótrúlega skemmtileg og frumleg sýning - maður situr á sviðinu og snýst með allri leikmyndinni :P

Á þriðjudaginn fór ég svo með Sigríði Emblu systur minni á Ladda 6-tugur sem var óótrúlega fyndið og skemmtilegt! Hlakka til að horfa á það á DVD :haha: en já Laddi er bara yndislegur !

Já en þetta er ekki búið... því að í kvöld 29.nóv skelltum við Steindór okkur aftur í borgarleikhúsið góða og í þetta sinn á Fló á skinni sem var gjörsamleg snilld! Og hva haldiði að hann Óli hafi ekki bara verið þarna aftur (eða leikarinn sem lék hann:P) Ég hef sjaldan, ef einhverntíma, hlegið jafn svakalega - og ég sem er með hálsbólgu, hósta og kvef ! Kom klárlega verri út - amk af hálsbólgunni:D úfff... en einfaldlega yndislegt!!

Mæli með að fara í leikhús ! Það léttir sálina og lundina og bara allt heila klabbið ;)

Hafið það gott :* og lesið ekki yfir ykkur (þau sem eru í prófum)... :)
Njótið jólaljósanna, notalegu dimmunnar og bara lífsins :) knús!


» 33 hafa sagt sína skoðun

18.11.2008 23:24:21 / Halla Ósk

Jólaösin framundan ;)

Góðan dag! :D

Jæja.. hef ekki bloggað í mánuð - stundum koma gáfuleg brjáluð blogg um samfélagið eða ökuníðinga haha en hinar stundirnar fáiði bara minn hversdagslega veruleika í æð :)

Skólinn gengur sinn vanagang... frekar löt og léleg í þessu námi mínu en þetta tosast eitthvað.. er í aukatímum í efnafræðinni og að reyna að tækla lífeðlisfræðina! Annars gengur handavinnan miklu betur!! Saumandi, heklandi og prjónandi jólagjafir ;) auk þess að það er komið heljarinnar heimilisplan hér sem allir í familiunni fylgja og kvitta stafina sína við ;) Rosalega spennandi að sjá hver er duglegastur ...

Annars er já desember framundan.. mamma er á leiðinni í Hveragerði á heilsuheimilið þar.. hafa það notalegt í jólaösinni og þá verð ég... jááá ég! húsmóðirin á þessu heimili ;) og planið er að taka allt húsið í gegn.. baka 15 sortir og já pakka öllum jólagjöfum inn og gera jólakortin! ...ok kannski ekki 15!! ...læt 12 kannski nægja :$ híhí.. en þetta verður bara gaman :)

Ég er í lífeðlisfræðiprófinu 1.des!! Guuuð held að aldrei hafi jafn mikið lesefnispróf verið jafn snemma !! Og svo er efnafræðin 5.des þannig að maður er búinn snemma.. og ekki býst ég við neinni vinnu í þessari kreppu þannig að ég og Embla litla verðum örugglega bara heima að jólast ;)

Annars er rosaleg menningarsveifla að ganga yfir þennan bæ! Ég er að fara með Steindóri á Fólkið í blokkinni á föstudaginn, Ladda sextugur sýninguna með Emblu sys á þriðjudaginn næsta og svo á held ég Fló á Skinni föstudaginn eftir það... svo það er rosalegur leikhúsandi yfir öllu hér ;) En við keyptum okkur semsagt á 5 sýningar fyrir 5500kr = 1100kr á sýningu!! Og förum á fólkið í blokkinni, fló á skinni og eftir áramót á söngvaseið (sound of music) og einleik með Pétri Jóhanni. Svooo já :D

En jæja.. ætli lífið mitt innihaldi nokkuð fleiri merkilegar fréttir í dag.. bara láta vita af mér :)

Hafið það gott elskur :* og látið jólastressið ekki buga ykkur ;) njótið þess bara!:D

...HíHí


» 36 hafa sagt sína skoðun

14.10.2008 14:48:13 / Halla Ósk

Ökuníðingar í umferðinni!

Ég þoli ekki ökuníðinga! Maður veit aldrei hver er einn af þeim og hvort eða hvenær sá sami eigi eftir að keyra mann eða aðra niður ...

Ég hef lent í svo mörgum rugluðum ökumönnum upp á síðkastið.. að það er rosalegt! Sumir keyra um í dökkum, creepy bílum.. sveiflast um á akreininni á 80km hraða á Hellisheiðinni og maður bíður í von og ótta um að hann fari ekki framan á neinn.. heldur sig í ágætri fjarlægð, leggur bílnúmerið á minnið og rifjar upp skyndihjálparnámskeið í huganum! Svo eru aðrir sem að drífa sig fram úr manni á 120km hraða og hægja sig svo niður í 70 þegar þeir eru komnir fram úr... en það er svosem ekkert ólöglegt við það.. bara óþarfa framúrakstur og frekja ef hann ætlar svo bara að vera fyrir öðrum...!

En það sem ég þoli síst er þó þegar ökuníðingarnir eru innan bæjar! Hér á Selfossi eru ALLNOKKRIR til.. og þeir eru svakalegir.. kappakstur um göturnar, u-beygjur hér og þar.. Engjavegurinn er mjög slæmur en hann geng ég oft. Ef það er rigning þá eru safaríkar og risavaxnar skvettöldur sem slengjast yfir mann, þegar það er hálka þá bíður maður eftir því að einhver keyri á mann eða útaf (eða á bílinn okkar hérna við húsið okkar á horni við Engjav.) og þegar það er þurrt og hálkulaust þá keyrir fólk eins og brjálæðingar og hugsa ekki um neitt nema sjálfan sig, sitt egó og sína sýniþörf!

Í gærkvöldi varð ég vitni að "næstum því slysi" .. mesta "næstum því slys" sem ég hef séð!! Bíll sem svínar fyrir mig og er við það að klessa á unga stúlku sem gengur yfir götuna á gangbraut! Ég sá stelpuna hoppa frá þannig að bíllinn fór ekki á hana.. en það munaði ótrúlega mjóu! ! ! HVAÐ ER AÐ FÓLKI?? AÐ KEYRA SVONA UM! Vonandi lætur hann þetta sér að kenningu verða.. en það sem ég óttast frekar er að hann hugsi bara með sér að þetta geti ekki gerst og segir bara "fjúff" við sjálfan sig án þess að hugsa hve litlu munaði... fólk trúir ekki að slæmir hlutir geti gerst fyrir það og býst einmitt við því að hlutirnir reddist! Það er ekki alltaf svo einfalt!

Í guðs bænum passið ykkur í umferðinni.. það er ekkert öruggt:*» 52 hafa sagt sína skoðun

29.09.2008 18:03:43 / Halla Ósk

afmæli.. skóli.. afslöppun!

Hæhæ..

Lífið gengur sinn vanagang hjá mér á Selfossi.... er í þessum tveim fögum í FSu sem gengur bara sæmilega.. nema það að maður hefur svo mikinn tíma að maður kemur engu í verk - en það er samt voða notalegt... annars hef ég verið að reyna að fá mér vinnu og vinna svolítið með skóla.. helst sem minnst um helgar þó.. en það gengur frekar brösulega að finna sér vinnu ! En ég er að vona að það batni :)

Ég skelti mér í bústað hjá Apavatni á föstudaginn með vinahóp Steindórs - og hann kom svo seinna um kvöldið.. rosa gaman :) Vorum þarna 7 .. þrír strákar og fjórar stelpur í gúddí fílíng :) Ætluðum í stjörnuskoðun en svo endaði þetta eiginlega bara í kósý fíling undir teppi, við arininn inní bústað! En sáum samt nokkrar stjörnur! ..meira að segja bara fleiri en nokkrar! :D en já það var grillað og spilað og haft gaman og notalegt! :) Svo daginn eftir lögðum við af stað um hádegið og skelltum okkur á Selfoss (ég og Steindór) til að ná í bíl og svona.. en svo enduðum við bara þar um nóttina og höfðum það gott !

Annars var stór dagur í gær... ég og Steindór áttum 1 árs sambandsafmæli! :haha: og ótrúlega gaman bara :) Þvílíkur tími sem fór í að undirbúa voða sætar gjafir (svona personal) og gefa :P Embla systir varð að hjálpa okkur báðum í sitthvoru herberginu til skiptis næstum:P heheheh.. bara fyndið! En mamma eldaði voða gott læri og var með veislu hérna í tilefni dagsins.. og fengum okkur svo brownies og horfðum á mynd saman :) Rosalega notalegt! Svo skelltum við okkur í Reykjavíkina og fórum á stælinn! Rómatískasti staðurinn sko! ;)

Steindór er alltaf að semja frábær ljóð og hægt að skoða þau inná ljod.is/steindor  - þar er m.a. ljóðið Sumarstúlkan sem hann samdi fyrir mig á afmælinu okkar ... :$ :)

En bara dásamlegur dagur.. dásamleg helgi... og dásamlegt líf :)

Hafið það gott:*


» 44 hafa sagt sína skoðun

10.09.2008 09:22:46 / Halla Ósk

Hæhæ :)

Af mér er allt ágætt að frétta.. er á fullu í skólanum og aðeins að skoða í kringum mig með vinnu en maður er samt svo latur og svoo notlegt að vera bara heima að slappa af .. að ég varla tími að vinna! Hef bara ekki tíma í það.... :p hehe.. .en ég verð nú samt að fara að skoða það betur;)

Planið er ennþá að fara í hjúkrunarfræði næsta haust, taka BS. í hjúkrun og svo fara í ljósmæðurfræði (sem ég gleymdi að nefna í seinasta bloggi) þannig að þetta er bara rosa spennandi.. vonanadi verður bara búið að semja áður en ég kem "í heiminn" ;)

Annars er ég nú bara veik heima í augnablikinu... hálskirtillinn vinstri er eitthvað að æsa sig og senda verki alla leið inní eyra.. þannig að það er heljarinnar styrjöld inní mér núna... en þá fæ ég bra tækifæri til að vera með skræbótt eyrnaband sem ég prjónaði í 1.bekk og í furðulegri samsetningu af ýmsum lögum af fötum... þannig að það eru nú bjartar hliðar á þessu ástandi!

En vona bara að þið hafið það sem best... þó að flestir séu nú að fyllast af haustkvefinu skylst mér.. þá verðiði bara að nota það gáfulega;)

Við heyrumst elskur.. minni á myndasíðuna mína (fer að setja inn nýjar myndir rétt bráðum) : http://picasaweb.google.com/hallaosk

knús!


» 48 hafa sagt sína skoðun

27.08.2008 23:01:08 / Halla Ósk

Ýmislegt að gerast......

Jæja.. það nýjasta í dramatíska heimi Höllu ... ;)

Ég er ekki að fara í HÍ. Hætti bara alveg við sálfræðina.. og kemst ekki inn í hjúkrun vegna þess að ég hef ekki lokið við tvo efnafræðiáfanga í framhaldsskóla.. þannig að planið fyrir næsta ár er að klára þessa tvo áfanga og eitthvað aðeins auka í náttúrufræði til að undirbúa mig undir hjúkrunina! Svo ég er að byrja fyrsta skóladaginn í FSu AFTUR á morgun.. verð þar í tveim tímum.. líffræði og efnafræði en annars vonandi bara að vinna eitthvað með því.. :) Kemur allt í ljós.. en maður verður bara að vera jákvæður og hress með þetta og líta á næsta ár sem ár tækifæra og tíma ;) ...úff hvað maður er hástemmdur eitthvað!

Annars kom handboltaliðið heim í dag frá Peking.. (bara svona ef það fór framhjá einhverjum!:$) en ég trúi því bara ekki hve margir mættu á Arnarhólinn.. ótrúlegt! En bara frábært...! Ég var ein af þeim sem sat í náttfötunum fyrir framan sjónvarpið að borða draum! ..svo ekki var ég nógu stuðningsrík til að mæta á staðinn - þó ég sé fræg fyrir mín öskur og óp fyrir framan sjónvarpið (hvenær sem er sólarhringsins) og hef iðkað það í möörg ár og oftast ein! hehe.. En ég er stolt af þeim og þeir vita það;) .. ok þeir vita það kannski ekki.. en ég veit það! :D

SVO var Þórdís frænka að eignast litla stelpu!! Ótrúlega fallega og litla!! Ekkert smá sæt! Ég hef reyndar ekki hitt hana.. ætla aaðeins að leyfa þeim að slaka á heima áður en ég ríf hana og þau í mig!!;) En ég er ekkert smá stolt frænka..!

Annars er allt bara fínt.. erum að fara að Smyrlabjörgum í Hornafirði á hagyrðingamót um helgina... mikil spenna enda þrusufjör:) Hlakka bara til :P En annars er bara skólinn að byrja og allt að gerast.. svo þetta er bara að verða nokkuð spennandi :) Og ég að prjóna mér kjól og dunda mér við eitthvað dúllerí ..jafnvel að hugsa um að fara að spinna! :)

En ég ætla að fara að leggja mig svo ég verði eldhress í fyrramálið í skólanum :)

Hafið það gott elskurnar:* ..og munið myndasíðuna mína! :)


» 37 hafa sagt sína skoðun

18.08.2008 19:59:45 / Halla Ósk

Nýjustu fréttir!

Jæja núna verð ég að blogga... gengur ekki!

SVO margt búið að gerast....

...en ég semsagt hætti í álverinu, maginn og taugarnar höndluðu ekki alveg 14 tíma vaktatarnir og svona... svo ég ákvað bara að taka sjálfa mig og heilsuna fram fyrir;) En þá skellti ég mér beint norður á bóginn og endaði á Þórshöfn á Langanesi með gamla settinu og var þar í viku í SLÖKUN og góðum fíling;) Roosa notalegt! hehe... Svo fórum við heim (ég og mamma) og ég naut þess bara að vera í sumarfríi (í fyrsta skipti síðan maður var smástelpa) og það var bara frábært!

Svo já fór ég aðeins að vinna núna í ágúst í býtibúrinu á sjúkrahúsinu og á elliheimilinu hérna:) Er að prjóna á mig kjól og svo eitthvað fleira.. sauma dúk og já bara njóta þess að vera í slökun með bók og góða tónlist;) Nýdönsk er númer eitt akkúrat núna og ómar um herbergið hehe!

Við skelltum okkur svo norður til ömmu núna í byrjun ágúst.. rosa fínt:) Fórum á hestbak... og á Akureyri á söngkvöld þar sem við vorum virkilega menningarleg að sýna Steindóri söfnin og svona;)

Annars er planið að byrja í HÍ í sept... reyndar óvíst hvað ég geri - því ég hef smitast allsvaðalega af ljósmóðurinni á sjúkrahúsinu - svo mig langar mest núna bara að stökkva í hjúkrunarfræðina og svo í ljósmóðurina eftir það.... :$ ..spurning hvernig þetta fer allt saman! En er komin í sálfræðina.. svo já spurning!

En já.. FULLT að gerast.. Embla systir í London núna að versla og skemmta sér.. hlakka ýkt til að fá hana heim aftur! Búin að vera fyrir norðan í allt sumar!!

Jæja ég kveð að sinni.. hafið það gott elskurnar:*

P.S. Ný myndasíða hjá mér með nýjustu myndunum teknar með flottu myndavélinni minni er: http://picasaweb.google.com/hallaosk endilega kíkið - á eftir að setja inn mikið fleiri! :)


» 44 hafa sagt sína skoðun

12.06.2008 01:19:46 / Halla Ósk

Vinnan byrjuð - sumarið komið!

Hæhæ.. rétt að láta vita af mér!

Ég er byrjuð að vinna á Grundartanga í Norðurál og gengur það bara sæmilega... þetta er soldið spes vinna.. langar 12 tíma vaktir... mjööög mikill hiti í mjööög þykkum og heitum fötum! En á hina hliðina eru jafnlöng frí á móti vöktum þannig að maður ætti nú að lifa þetta af:)

Er núna heima á Selfossi í 4 daga fríi sem reyndar er búið á föstudagsmorguninn þegar ég byrja nýja 5 daga törn... En þetta er búið að vera frábært frí - mikil slökun en samt nóg að gera:) Fékk nýja myndavél rétt eftir að ég kom heim sem mamma og pabbi keyptu handa mér í stúdents og afmælisgjöf! Þvílíkt flott vél!! Þannig að ég er búin að mynda allt og alla - og já verð bráðum komin upp í 400 myndir á þessum 4 dögum - nokkuð gott það:P

Við skelltum okkur svo í Mosfellsbæinn að heimsækja Rakel systir og fjölskyldu - en börnin hennar eru nýbúin að eiga afmæli svo við komum með gjafir og í grill :) Gáfum þeim gömlu góðu Dísu Ljósálf, Dverginn Rauðgrana og Alfinn Álfakonung!! Æðislegar bækur!! Eða við gáfum Orra Snæberg þær.. Sólný Helgu gáfum við dúkku sem hlær mjög smitandi hlátri þegar maður ýtir á mallann á henni og einhverjar spennur.. enda er hún bara eins árs og varla farin að lesa;)

En jæja.. ætli ég verði ekki að fara að sofa.. er á leið til ömmu uppá Skeið á morgun að hjálpa henni í garðinum og gera fleiri góðverk;) ..enda reyni ég að gera mörg á dag í sumar eins og þið vitið... hehe!

Knús á ykkur!

» 40 hafa sagt sína skoðun

Síður: 1 2 3 ... 13
Dagsetning
26. nóvember 2014
Könnun

Engin könnun í gangi, athugaðu aftur seinna.
Klukkan